Sjálfkjörið er í stjórn Kaupþings en samkvæmt tillögu eru eftirtaldir í framboði til aðalstjórnar: Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka hf., Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kers ehf., Antonios P. Yerolemou, stjórnarformaður KFF, Ásgeir Thoroddsen, hrl. Bjarnfreður Ólafsson, hdl. Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvik hf., Gunnar Páll Pálsson, formaður VR., Niels de Coninck-Smith, forstjóri Ferrosan A/S. og Tommy Persson forstjóri Länsförsäkringar AB.


Varamenn: María Sólbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Kaupþingi banka, Guðný Arna Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Kaupþings banka, Martha Eiríksdóttir, yfirmaður viðskiptatengsla hjá Landsneti, Margeir Daníelsson, fv. framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins, Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest ehf., Panikos J. Katsouris, framkvæmdastjóri Katsouris Brothers Ltd., Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavör Group hf., Jónas Guðbjörnsson, fjármálastjóri Kers ehf. og Kristín Pétursdóttir hagfræðingur.