Stimpilgjöld vegna lána til kaupa á fyrstu fasteign falla niður frá og með 1. júlí næstkomandi samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra til nýrra laga um stimpilgjöld, eins og greint var frá á vb.is í gær .

Upphaflega stóð til að breytingarnar tækju ekki gildi fyrr en 1. október en samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins var dagsetningunni breytt á síðustu metrunum. Til að uppfylla skilyrðið um fyrstu fasteign má viðkomandi ekki áður hafa verið skráður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði. Ekki er þó útilokað að þessari skilgreiningu verði breytt í meðförum þingsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .