Alltaf þegar skammtað er úr hnefa í stað þess að láta markaðinn ráða er hætt við að þeir sem eiga gjaldeyri misnoti aðstöðu sína, að sögn Benedikts Jóhannessonar, stjórnarformanns Nýherja.

Benedikt ræddi um gjaldeyrishöftin og neikvæð áhrif þeirra á aðalfundi Nýherja fyrir viku. Hann sagði m.a. að farsælla hefði verið að láta gengi krónunnar ráðast af framboði og eftirspurn.

„Í gamla daga voru ekki notuð fín orð eins og aflandsgengi heldur einfaldlega talað um svartmarkaðsverð á gjaldeyri,“ sagði hann.