Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006
Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Robert Tchenguiz, sem var handtekinn í dag í tengslum við rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á starfsemi Kaupþings, veit hvenær viðskiptatækifæri er til staðar. Þessi eiginleiki gerði Tchenguiz kleift að stækka fasteignaveldi sitt í Bretlandi, frá því að leigja stúdentum og ferðamönnum húsnæði yfir í að reka eitt stærsta fasteignafélagið á Bretlandseyjum.

Svo segir í ársreikningi Kaupþings árið 2006. Þar segir einnig að Tchenguiz sé þekktur meðal frumkvöðla fyrir fjármálakunnáttu, óhefðbundnar fjármögnunarleiðir og hæfileika til að koma augu á viðskiptatækifæri. Þess vegna er Kaupþing hans fjárfestingarbanki.

Financial Times birtir í dag mynd og meðfylgjandi texta úr ársskýrslu Kaupþings fyrir árið 2006. Þess má geta að Viðskiptablaðið birti myndina og meðfylgjandi texta undir dálknum Gamla myndin í ágúst síðastliðnum.