Markús Sig­ur­björns­son, hæsta­rétt­ar­dóm­ari og fyrr­ver­andi for­seti Hæsta­rétt­ar, átti hluta­bréf fyr­ir tugi millj­óna í Glitni banka á ár­un­um fyr­ir hrun. Bréf­in seldi hann með mikl­um hagnaði árið 2007, en fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum.

Samkvæmt lögum ber dómurum að tilkynna nefnd um dómarastörf um öll viðskipti að virði meira en þriggja milljóna króna. Samkvæmt Stöð 2 seldi Markús hlutabréf fyrir 44 milljónir króna, en í kjölfarið fjárfesti hann í gegnum einkabankaþjónustu Íslandsbanka fyrir tæpar 60 milljónir króna.

Talið er að fleiri dómarar hafi átt í viðskiptum á þessum tíma og gætu þau mál komið upp á yfirborðið á næstunni. Markús hefur dæmt í málum sem tengjast hruninu, en í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 telur hann sig ekki vanhæfan og segist jafnframt hafa tilkynnt um viðskiptin.

Einnig verður fjallað um málið í Kastljósi Ríkissjónvarpsins.