Heildarframboð af stangarveiðidögum hjá helstu og stærstu veiðileyfasölunum fyrir næsta sumar er nánast það sama og var í fyrrasumar eða liðlega 33 þúsund stangardagar samkvæmt upplýsingum sem Viðskiptablaðið hefur aflað sér.

Stangardögum fjölgar reyndar lítið eitt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, úr liðlega 15 þúsund í fyrra í 15.700 næsta sumar. Tekið skal fram að selt er í og/eða veitt í miklu fleiri laxám og stangardagar á hverju sumri því mun fleiri en erfitt eða útilokað að afla upplýsinga um þá alla.

Laxá með flesta daga

Stærsti einstaki söluaðilinn er Laxá sem er með um 11.700 stangardaga til sölu á sumri komanda sem er nokkur veginn það sama og í fyrra en félagið selur laxveiði í á þriðja tug áa auk silungsveiði í átta ám.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.