Komist hefur að samkomulagi um að stefnt verði að þinglokum á föstudag. Fyrir þann tíma verður gengið frá brýnum málum. Þessu greinir RÚV frá.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokkinn hefur sagt að frumvörp um stöðugleikaskatt og breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem liðka munu fyrir gerð nauðasamninga föllnu bankanna og afnám fjármagnshafta verða samþykkt sem lög í lok vikunnar. Einnig verður reynt að ljúka ýmsum málum ríkisstjórnarinnar, sem eru komin úr nefndum þingsins og sátt er um að klára

Makrílfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun verða hins vegar lögð til hliðar fram að hausti.