*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 27. júní 2016 17:30

Þrýst á afsögn Juncker

Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur verið gagnrýndur af Tékkneska utanríkisráðherranum eftir kosningu Breta.

Ritstjórn

Utanríkisráðherra Tékka, Lubomír Zaorálek, segir Jean-Claude Juncker ekki vera rétta manninn í starf forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hefur kallað eftir því að hann segi af sér í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um viðveru sína í Evrópusambandinu.

Ráðherrann sagði að einhver innan ESB-stofnana ætti að gerast ábyrgur fyrir því að Bretar hefðu kosið með því að ganga úr sambandinu. „Eins og stendur get ég ekki hugsað mér forseta framkvæmdastjórnarinnar sem hinn rétta mann í starfið,” sagði utanríkisráðherrann.

Óljóst ástand ríkir nú í herbúðum ESB ef marka má frétt EurActiv. Sendiherrar sem ræddu við miðilinn sögðust ekki geta játað því að kallað væri eftir afsögn Juncker en myndu þó mögulega kjósa með tillögu um að víkja honum frá völdum. Ástandið sé breytilegt með hverri klukkustundinni.

Stikkorð: ESB Evrópa Juncker EU