Samkvæmt alþjóðlegri könnun Reuters-stofnunarinnar nálgast flestir neytendur stafrænna frétta þær með hefðbundnum tölvum (ekki var gerður greinarmunur á borðtölvum og fartölvum), en snjallsímar og spjaldtölvur hafa mjög sótt í sig veðrið og sækja enn.

Það er þó nokkuð mismunandi eftir löndum, í næstu nágrannalöndum okkar eykst fréttalestur með spjaldtölvum þannig nánast jafnört og með snjallsímum, en víða annars staðar eykst símlesturinn mun örar.

Í þessum sömu löndum, Danmörku, Írlandi og Bretlandi, er stafrænn fréttalestur sömuleiðis almennastur (fyrir utan vora fjarlægu frænda í Ástralíu). Flestir nota fleira en eitt tæki við lesturinn, 15% nota fleiri en þrjú tæki!