Nú stendur Evrósjón-vertíðin sem hæst og því rétt að gaumgæfa fréttaflutning af þessari árlegu niðurlægingu vestrænnar siðmenningar. Sem sjá má hér að ofan er afar mismunandi hversu margar fréttir eru sagðar af söngvakeppninni.

Það er auðvelt að sjá hvernig það sljákkaði aðeins í mannskapnum eftir hrun, en þjóðin var fljót að jafna sig og undanfarin ár hefur Evrósjón-fréttunum fjölgað ár frá ári. Hugsanlega er það til marks um aukna áherslu á slebbafréttir, en kannski tónlistarsmekkur hafi tekið að dala upp úr hruni.

En í ár er það ekki svo, ekki enn altjent. Þeim fækkar svo, að stappar nærri hruuuuuni!