Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, og Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu, funduðu með allsherjarnefnd Alþingis í dag vegna byssukaupa íslensku lögreglunnar.

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir í samtali við RÚV að fram hafi komið í máli þeirra að kaup lögreglunnar frá Noregi hafi átt sér fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins í fyrrasumar.

Bjarkey segir upplýsingarnar hafa komið nefndarmönnum á óvart þar sem málefni lögreglu og landhelgisgæslu heyri ekki undir utanríkisráðuneytið. Reiknar hún fastlega með því að nefndin óski eftir því Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, verði boðaður til fundar við nefndina til að útskýra sinn þátt í málinu.