*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Fólk 26. mars 2019 08:28

Valka ræður Magnús Jóhannsson

Magnús Jóhannsson ráðinn þjónustustjóri Völku fyrir Norðurlöndin og Rússland á nýja skrifstofu félagsins í Noregi.

Ritstjórn
Ágústa Kristín Bjarnadóttir

Magnús Jóhannsson hefur verið ráðinn sem þjónustustjóri Völku fyrir Norðurlöndin og Rússland. Magnús mun vera með aðsetur á nýrri skrifstofu Völku í Alta í Noregi. Magnús hefur reynslu úr sjávarútvegstengdum hátækniiðnaði, en síðast starfaði hann sem tæknistjóri yfir landvinnslu hjá Grieg Seafood, í Noregi, einu af stærsta laxeldisfyrirtæki heims.

Áður var hann hjá Skaginn 3X í 13 ár, þar af í sjö ár sem þjónustustjóri. Hann starfaði einnig hjá Maskinfabrikken Hillerslev í Danmörku á árunum 1999 -2001. Magnús hefur þegar hafið störf hjá Völku.

Um Völku:

Valka var stofnað árið 2003 og sérhæfir sig í hátæknilausnum í sjávarútvegi og hefur meðal annars verið leiðandi í þróun á vatnsskurðarvélum að því er segir í fréttatilkynningu.

Fyrirtækið hefur verið í örum vexti og tvöfaldaðist velta Völku árið 2018 frá fyrra ári. Valka starfar á alþjóðamarkaði og selur vörur og þjónustu víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum.

Stikkorð: Noregur Valka Magnús Jóhannsson