Tólf mánaða verðbólga í OECD löndunum mælist nú 3,3% og hækkaði um 0,2% í júnímánuði, segir greiningardeild Landsbankans.

?Sem fyrr er verðbólga næsthæst á Íslandi eða 8,1% samkvæmt útreikningum OECD. Verðbólga mælist einungis hærri í Tyrklandi þar sem hún er nú 11,1%. Hækkun á matvöruliðnum er hins vegar hæst á Íslandi eða 12,1%. Verð annarra liða svo sem orku hafa þó hækkað meira í öðrum löndum, en á Íslandi er 12 mánaða hækkun þess liðar 12%," segir greiningardeildin.

Þegar skoðuð eru stærstu hagkerfin eru skoðuð, hefur neysluverðsvísitala Bandaríkjanna hækkað um 4,3% síðastliðna 12 mánuði, 3,3% á Stóra Bretlandi og 1,9% í Þýskalandi og Frakklandi.

?12 mánaða hækkun samræmdu vísitölu neysluverðs (HICP) á Evrusvæðinu var 2,4% og er það örlítil lækkun frá fyrri mánuði. Í Japan nemur aukningin 1% en fyrir mánuði síðan var 12 mánaða aukningin 0,6%," segir greiningardeildin.