Yfir fimmtíu stjörnur úr listheiminum, kvikmyndum og tísku hafa skrifað undir áskorun um að banna stórum skemmtiferðaskipum að sigla í gegnum Feneyjar.

Cate Blanchett, Julie Christie, Michael Caine og Rob Lowe hafa meðal annars skrifað undir áskorunina sem skorar á ítalska forsætisráðherrann Matteo Renzi og ítalska menningar- og ferðamálaráðherrann Dario Franceschini að stöðva siglingar stærri skipa um Bacino San Marino og Giudecca kanalinn.

Nicholas Penny, safnstjóri National Gallery í London, Richard Armstrong, framkvæmdastjóri Guggenheim Foundation, arkitektinn Norman Foster og kona hans Elena hafa einnig stutt tillögu samtaka alþjóðlegrar stjórnar um vernd Feneyja, regnhlífasamtök sem Unesco styrkir.

Í fyrra ákvað ítalska ríkisstjórnin að hleypa af stað átaki til að minnka fjölda skemmtiferðaskipa sem sigla í gegnum Feneyjar um 30% fyrir nóvember 2014. Þetta var hins vegar gert á kostnaði mikilla skemmda í lónið vegna nýrrar siglingaleiðar. Tillaga um að banna skemmtiferðaskipum aðgang var svo felld í mars og nú sigla 1100 skip þar um á ári. Ákveðið var að leyfa þetta vegna mikils hagnaðar hafnarinnar á skipunum.