Reykjavíkurborg sendi frá sér leiðréttan ársreikning nú fyrir stundu. Samkvæmt honum er veltufé frá rekstri borgarsjóðs ekki jákvætt um 424 milljónir króna, heldur neikvætt um 2.049 milljónir króna.

Veltufé frá rekstri eru þeir fjármunir sem koma út úr rekstri borgarinnar. Þó það sé jákvætt þá getur verið tap af rekstrinum, afskriftir, reiknaðir vextir og annað sem er ekki til greiðslu teljast ekki í veltufénu.

Sú staðreynd að villan hefur neikvæð áhrif á veltufé frá rekstri gæti minnkað enn áhuga fjárfesta á að kaupa skuldabréf af borginni. Þetta gæti líka valdið því að bankar fari sér hægar í að veita borgarsjóði fyrirgreiðslu, auk þess sem kjörin ættu undir venjulegum kringumstæðum að versna.

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að villan hafi hvorki áhrif á niðurstöðu rekstrarreiknings né efnahagsreiknings.

Hér má lesa tilkynninguna frá Reykjavíkurborg.