Vodafone er ósammála Neytendastofu um að fyrirtækið hafi brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Vodafone hyggst kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

“Vodafone er ósammála þeirri túlkun Neytendastofu, að  fyrirtækið hafi með birtingu umræddra auglýsinga í nóvember á síðasta ári brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Umræddar auglýsingar byggðust á raunverulegum dæmum og raunverulegum kostnaði viðskiptavina, sem lækkuðu fjarskiptakostnað sinn með því að flytja viðskiptin til Vodafone. Vodafone mun kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála.“