Daníel Þórðarson hefur starfað sem þjálfari í yfir 20 ár með áherslu á functional fitness seinustu 13 ár en hann er með bakgrunn úr hnefaleikum og CrossFit.

Hann er með diplómagráðu frá HR í strength & conditioning ásamt því að hafa setið fjölda námskeiða er snúa að hreyfingu, áhrifum og mikilvægi heilbrigðrar magaflóru og matarræðis svo fátt eitt sé nefnt.

Daníel hefur skapað sér gott orðspor sem þjálfari, þá sérstaklega fyrir nákvæma leiðsögn við framkvæmd æfinga ásamt góðri álagsstjórnun við uppsetngingu æfingaprógramma.

Í þó nokkurn tíma hefur Daníel verið að vinna með svokallaðar micro-æfingar. Þær er hægt er að nýta sem viðbót við núverandi hreyfingu einstaklinga eða sem tilvalda leið fyrir þá sem hafa lítinn tíma fyrir hreyfingu til að koma inn reglulegri hreyfingu inn í daglega rútínu.

Hvora leiðina sem þú nýtur að fara hefur það sýnt sig hjá mínum viðskiptavinum að þessi leið hefur reynst þeim vel til að viðhalda góðri rútínu yfir daginn og hjálpar til við að styrkja góðar venjur sem auka vellíðan yfir daginn.

Hver og ein æfing tekur aðeins um 15 mín og því öllum fært að hliðra til í dagskránni til að skapa rými fyrir æfingu hvers dags. En 15 mín á dag gera rúma 90 klst á ári sem segir okkur að það er til mikils að vinna með þessum stuttu æfingum.

Hér er ein 15 mín æfing sem ég hef oft tekið sjálfur ásamt því að hafa nýtt í æfingaskipulagi viðskiptavina en hún skiptist upp í þrjá áhersluþætti sem eru eftirfarandi:

  • 2-3 mín Upphitun - léttar hreyfiteyjgur.
  • 7-10 mín Ákefðaræfingar – æfingar sem fá púlsinn til að slá hraðar.
  • 2-3 mín Niðurlok - öndun/slökun

Upphitun - Hreyfiteygjur:

  • 40sek Scorpion Stretch
  • 40sek Cat Cow Stretch
  • 40sek Thread the Needle

Ákefðaræfingar – 3 hringir

  • 10 Calf Raise
  • 10 1/2 Airsquat
  • 10 Toe Touches

Ákefðaræfingar 2-3 hringir

  • 25 Jumping Jacks
  • 20 Scissor Kicks
  • 15 Shoulder Flies
  • 10 Push-ups

Gott er að setja sér það markmið að hver umferð sé framkvæmd hraðar en sú fyrri en þó aldrei alveg af 100% ákefð.

Mikilvægt er að nálgast þessar æfingar á annan hátt en aðrar æfingar, þá sérstaklega ef þær eru framkvæmdar snemma á morgnana.

Niðurlok – öndun og slökun

2-3 mín – Box Breathing

Andaðu að þér í fjórar sekúndur, haltu andanum inni í fjórar sekúndur, andaðu frá þér í fjórar sekúndur og haltu andanum aftur í fjórar sekúndur. Endurtaktu þar til 2 – 3 mínútur eru liðnar.

Þessi æfing lækkar streitustigið, róar bæði taugakerfið og hugann.

Daníel mælir eindregið með því að byrja daginn á þessari æfingu og gerið hana um leið og þið vaknið.

Ástæðan fyrir því er að stresshormonið Cortisol er í hæðstu hæðum í líkama okkar þegar við vöknum en með því að taka létta æfingu sem fær púlsinn til að hækka, snarlækkum við virki stresshormónsins og keyrum upp gleðihormónið Endórfín í staðinn.

Við förum því jákvæðari og ferskari út í daginn ásamt því að vera stolt af því að hafa gefið okkur þessa stund fyrir okkar eigin heilsu.