Sigurjón Ernir Sturluson er eigandi hóptímastöðvarinnar UltraForm en hann rekur stöðina ásamt kærustunni sinni, Símonu. Ultraform er með útibú bæði í Grafarvogi og á Akranesi en áherslan hjá þeim er á úthald, styrk, liðleika, samhæfingu og snerpu.

Samhliða hóptímaþjálfuninni er Sigurjón Ernir með hlaupahóp, hlaupafjarþjálfun, UltraForm hlaðvarp og lífstílsþjálfun. Hann er í hópi fremstu utanvegahlaupara hér á landi og hefur átt mjög góð hlaup í sumar þar sem hann sigraði 53 km Hengill Ultra (2.000 m hækkun) og 43 km Esju Ultramaraþon (3.600m hækkun). Sigurjón deilir æfingu vikunnar að þessu sinni.

Upphitun:

  • 10 - 12 mín rólegt skokk
  • 10/10 sveifla öðrum fætinum fram og aftur (hreyfiteygja)
  • 10/10 sveifla öðrum fætinum til hliðar (hreyfiteygja)
  • Teygja vel á kálfum og opna mjaðmir

Aðalþáttur:

6 umferðir af:

  • 2 - 4 mín nokkuð hratt hlaup
  • 2 mín pása eða mjög rólegt skokk

Fókus yfir æfinguna:

Halda nokkurnvegin sama meðalhraða gegnum alla æfinguna og ná púlsinum vel niður milli spretta/lota.

Niðurlag:

  • 10 - 12 mín rólegt skokk
  • Teygjur