Jakobína Jónsdóttir er eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Grandi101 ásamt eiginmanni sínum, Grétari Ali Khan. Hún er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarin ár bæði keppt í og þjálfað CrossFit.

Jakóbína og Grétar Ali, eiginmaður hennar.
Jakóbína og Grétar Ali, eiginmaður hennar.

„Ég hef ótrúlega mikla trú á hreyfingu og veit að hún getur gert undur og stórmerki fyrir bæði líkama og sál. Að hreyfa sig í góðum félagsskap eykur svo líkurnar á að fólk haldi áfram, sem er akkúrat okkar markmið á Grandanum,“ segir Jakóbína.

Jakóbína setti saman æfingu sem er auðvelt að taka hvar sem er og hvenær sem er. Hún tekur stuttan tíma og fær hjartað til að slá aðeins hraðar, endorfínið til að streyma um líkamann og gerir daginn strax aðeins betri.

Æfingin

Fyrirkomulagið virkar þannig að þið byrjið á að taka 10 endurtekningar af hnébeygjum, mountain climbers (x2), afturstigum og burpess og takið svo 25 jumping jacks. Í næstu umferð takið þið 9 endurtekningar, næst 8 og vinnið ykkur þannig niður koll af kolli.

Athugið að endurtekningafjöldinn í mountain climbers er tvöfaldur og endurtekningafjöldinn í jumping jacks helst alltaf 25.

10-9-8-7-6-5-4-3-2-1 endurtekningar af:

  • Hnébeygjum
  • Strict mountain climbers (x2)
  • Afturstigum
  • Burpees

*25 Jumping Jacks eftir hverja umferð

Hægt er að gera æfinguna meira krefjandi með því að nota þyngd í hnébeygjunum og afturstigunum - jafnvel hægt að nota fulla vatnsflösku.

Gangi þér vel og góða skemmtun.