Hippókrates, faðir læknisfræðinnar, sagði fyrir um 2000 árum síðan að allir sjúkdómar hefjist í meltingarveginum. En rannsóknir í seinni tíð hafa staðfest þau orð.

Á vef Lyfju eru listaðir upp nokkrir punktar um áhrif og hlutverk heilbrigðrar þarmaflóru. Skoðum þá helstu.

  • Jákvæð áhrif á meltingu og hægðir.
  • Stjórnar efnaskiptum og ónæmisviðbrögðum.
  • Jákvæð áhrif á samskipti heila og þarma.
  • Jákvæð áhrif á geðheilsu s.s. kvíða og þunglyndi.

Þarmaflóran er mjög rík af bakteríum en til að stuðla að heilbrigði og jafnvægi bakteríanna í þörmunum er mikilvægt að innbyrða góðgerla. Hægt er að taka góðgerla í töfluformi en eins og með önnur bætiefni og vítamín er best að innbyrða þá í gegnum mat.

Matur sem er ríkur af góðgerlum:

  • Kefir
  • Ósykrað jógúrt
  • Súrsað kál
  • Kombutcha
  • Lífrænt tempeh
  • Misó
  • Ostar (Gouda, Mozzarella)

*Listinn er af vef Lyfju.