Menntakerfi landsins kennir okkur ýmislegt, bæði gagnlega hluti og annað sem nýtist okkur ekki jafn vel. Fjármálalæsi er einn þeirra þátta sem fær ekki nægilegt pláss í námskránni að mínu mati, sé tekið mið af mikilvægi þess.

„Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra,“ segir á vef Seðlabankans. En hvert ætli hlutverk bankans sé?

Markmið og hlutverk Seðlabankans eru í grófum dráttum að að stjórna peningum landsins og hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum. En frá ársbyrjun 2020 hefur bankinn unnið þau verkefni sem Fjármálaeftirlitinu eru falin í lög. Markmið bankans er einnig að halda verðbólgu og atvinnuleysi í lágmarki.

Hér er ítarlegri listi yfir markmið og hlutverk Seðlabankans:

  • Stuðla að stöðugu verðlagi.
  • Stuðla að fjármálastöðugleika.
  • Stuðla að traustari og öruggari fjármálastarfsemi.
  • Varðveita gjaldeyrisforða.
  • Stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi.
  • Fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.