Í síðasta fjármálamola fjölluðum við almennt um lán. Í dag ætlum við hins vegar að fjalla húsnæðislán með aðstoð Ísland.is.

Húsnæðislán er veðlán sem lántaki tekur hjá lánastofnun til að fjármagna húsnæðiskaup eða húsnæðisbyggingar. Það að lánið sé veðlán þýðir að lánastofnunin tryggir lánið með veði í fasteigninni sem á að kaupa eða í annarri fasteign.

Húsnæðislán flokkast sem langtímalán þar sem lánstíminnn getur verið allt að 40 ár. Hjá flestum lánastofnunum þarf að standast greiðslumat til að fá lánið samþykkt en greiðslumat er útreikningur á greiðslugetu lántaka.

Algengast er að borga inn á lánið mánaðarlega en upphæð afborguninnar ræðast meðal annars af vöxtum og lánstíma.

Til að lækka vaxtabyrði láns er hægt að greiða reglulega inn á höfuðstól lánsins á sama tíma og afborgunin er greidd. Með þessu þá lækkar höfuðstóllinn þegar vextir eru reiknaðir.

Margar lánastofnanir bjóða upp á reiknivélar inn á heimasíðunni sinni þar sem hægt er að sjá hvað er hægt að spara í vaxtakostnað.

Einnig er hægt að nota séreignasparnað til að greiða niður höfuðstól lána.