Margir bílaáhugamenn kannast við Platinum útgáfu Cayenne sem býður upp á meiri búnað í Cayenne sport jeppanum. Nú hefur Porsche endurtekið leikinn og kynnti til leiks síðastliðin föstudag Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition á frumsýningardegi en af því tilefni var opið fram eftir í Porsche salnum hjá Bílabúð Benna.

Bíllinn fékk góða viðtökur en nú fylgir honum allir vinsælustu aukahlutirnir sem teknir hafa verið en þar má meðal annars nefna 21“ felgur, Panorama glerþak, Bose hljómflutningstæki, sportsæti og margt fleira.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna geta áhugasamir komið og séð bílinn í sal og reynsluekið en auk þess séu bílar til afgreiðslu með skömmum fyrirvara.