• Kolvetni ætti í raun að heita kolvötn þar sem efnið er byggt upp af kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O) og vetnið og súrefni mynda vatn þegar þau tengjast.
  • Kolvetni skiptast í einsykrur, tvísykrur (2 einsykrur), fásykrur (3 – 10 einsykrur) og fjölsykrur (>10 einsykrur).
  • Einsykrur og tvísykrur flokkast sem einföld kolvetni. Fásykrur og fjölsykrur flokkast sem flókin kolvetni.
  • Ef það er of mikið af glúkosa (einsykra) í blóðinu okkar sem frumur líkamans nýta ekki er talað um háan blóðsykur.
  • Við fáum kolvetni m.a. úr kornvörum, kartöflum, brauði, hrísgrjónum, ávöxtum, baunum, rótargrænmeti og fræjum.
  • Líkaminn geymir kolvetni í lifrinni og vöðvum sem glýkógen (glúkosasameind). Lifrin getur geymt um 100 – 120 g af glýkógeni og vöðvarnir um 400 g.
  • Heilinn er eina líffærið sem er háð kolvetnum.
  • 3 – 4 g af vatni losna við hvert gramm af glúkosa sem klárast af glýkógenbirgðum líkamans. Þyngdartap í upphafi ketómataræðis er því oftast vökvatap.

Upplýsingarnar koma frá Náttúrulækningafélagi Íslands, nánar má lesa um kolvetni hér.