Atvinnuleysi breyttist ekkert á milli mánaða í apríl og er það eftir sem áður fast í methæðunum, 11%. Á sama tíma jókst það um 0,1% á milli mánaða og mældist það 10,3%

Talsverður munur er á atvinnuleysistölum innan evrusvæðisins. Það er langhæst á Spáni, 24,3% en lægst í Austurríki þar sem það er 3,9%. Til samanburðar mældist hér á landi 6,5% atvinnuleysi í apríl.

Samkvæmt umfjöllun BBC af málinu jafngilda atvinnuleysistölurnar því að 17,4 milljónir manna mæli göturnar á evrusvæðinu.