Velta með hlutabréf í Icelandair í Kauphöllinni er komin yfir 1300 milljónir króna í dag. Bréfin hafa hækkað um 3,7 prósent. Ástæðan er væntanlega ársfjórðungsuppgjör félagsins, sem birt var í gær, en samkvæmt því nam hagnaður félagsins á fjórðungnum 8 milljörðum króna.

Velta með bréf í öðrum fyrirtækjum er mun minni. Velta með bréf í Eimskip nam 292 milljónum króna og lækkaði gengi bréfanna um 0,22%. Velta með bréf í VÍS nam 210 milljónum, Velta með bréf í Marel nam 193 milljónum og bréf í Högum seldust fyrir 151 milljón.