Sala á sígarettum hefur dregist saman um tæp 13% í magni á milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Þannig hafa rúmlega 985 þúsund karton af sígarettum verið seld það sem af er ári.

Þetta kemur fram á vef Vínbúðarinnar.

Á sama tíma hefur sala á neftóbaki aukist um 9,2% en í lok september höfðu selst tæplega 18,8 tonn af neftóbaki.

Þá hafa um 8,1 tonn af reyktóbaki verið seld það sem af er ári sem er tæplega 16% samdráttur á milli ára.