Gangi áætlanir hins nýstofnaða Legendary Hotes & Resorts ehf. eftir verður félagið meðal fjögurra stærstu hótelkeðja landsins eftir 2-3 ár. Félagið stefnir á að reka 12 hótel á Íslandi og á í viðræðum um kaup á hátt í tíu hótelum í dag. Legendary horfir til skráningar í Kauphöllina eftir tvö ár.

Lettinn Dmitrijs Stals, forstjóri og stofnandi Legendary Hotels & Resorts, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann hafi ákveðið að hefja rekstur á Íslandi eftir ítarlega greiningarvinnu á hótelmörkuðum í 20 Evrópulöndum þegar Covid-faraldurinn var að líða undir lok. Hann telur íslenska ferðamannageirann eiga mestu vaxtamöguleikana.

Dmitrijs segist hafa fengist við fjárfestingar og verkefni í hótelgeiranum fyrir hönd fyrirtæki fjölskyldu hans á undanförnum 14 árum. Þau hafi einkum starfað á þýskumælandi mörkuðum og verið með allt frá 30 til 150 herbergja hótel, mörg hver nálægt austurrísku Ölpunum. Fjölskyldan bjó í Austurríki árin 2008-2014.

Dmitrijs segir að þau hafi verið búin að selja allar hóteleignir árið 2018 og verið að fjárfesta í öðrum geirum síðan, þar á meðal í fjártæknifélögum. Hótelgeirinn hafi þó togað í hann aftur. „Ég er hrifnari af hótelgeiranum og vildi snúa mér aftur að honum.“

Áður en faraldurinn skall á ferðaðist hann víða, meðal annars til Dubai og Hong Kong til að kanna markaði og menningu þessara svæða. Hann ákvað þó að halda sig við Evrópu og fékk ráðgjafa til að aðstoða sig við greiningu á ferðamannamörkuðum. Legendary hafi leitað ráðgjafar hjá KPMG og PwC á Íslandi varðandi greiningar og áreiðanleikakannanir á hótelum.

Keyptu hótel sem stóðu illa

Dmitrijs segir að fjölskyldufyrirtækið hafi fjárfest í nokkrum eignum sem stóðu illa rekstrar- og fjárhagslega. Þeim hafi tekist að snúa rekstrinum við og bæta stöðu hótelanna. Töluvert hafi verið um hótel í slæmri stöðu á þýskumælandi markaðnum á sínum tíma en það sama sé ekki uppi á teningnum á Íslandi í dag.

„Sennilega voru mörg slík tækifæri á Íslandi í Covid. Ég tel þó að þær eignir sem við erum að kaupa eða erum í viðræðum um séu ekki illa staddar eða undirverðlagðar. Sem dæmi var eitt hótel á Suðurlandi keypt fyrir tveimur árum á 40% ódýrara verði en á eign sem við erum að kaupa núna. Ég tel því að íslenski hótelmarkaðurinn sé ekki í fjárhagskröggum lengur.

Hvað reksturinn varðar er þetta kannski óheppilegt en mér persónlega finnst frábært að Ísland hafi komist vel í gegnum faraldurinn, jafnvel betur en aðrar Evrópuþjóðir. Ef við hefðum viljað bágstödd hótel þá hefðum við einfaldlega farið til Eystrasaltsríkjanna, Þýskalands eða Spánar. Við teljum hins vegar að arðsemi fjárfestingarinnar verði engu að síður betri hér.“

Í viðræðum um hátt í 10 hótel

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði