Kaupmáttarleiðrétt landsframleiðsla á mann á Íslandi var 24% yfir meðaltali Evrópusambandsins í fyrra samkvæmt tölum Eurostat.

Landsframleiðsla á mann hér á landi hefur ekki verið svo langt yfir meðaltali ESB síðan árið 2004. Sé litið til síðasta áratugar var munurinn á Íslandi og ESB minnstur árið 2011 þegar kaupmáttarleiðrétt landsframleiðsla á mann var 14% meiri á Íslandi en í ESB. Kaupmáttarleiðrétt landsframleiðsla á mann var meiri á Íslandi en í Svíþjóð í fyrra, og er það í fyrsta skipti sem það gerist síðan 2009. Hún var einnig meiri en í Finnlandi, en jafn mikil og í Danmörku. Noregur var 63% yfir
meðaltali Evrópusambandsins í fyrra á þennan mælikvarða.