Hæstiréttur viðurkenndi fyrir helgi 463 milljóna punda kröfu dótturfélags Kaupþings Singer & Friedlandar á Mön á hendur þrotabúi Kaupþings og getur sá úrskurður haft mikil áhrif á stöðu kröfuhafa Kaupþings. Krafan var viðurkennd sem almenn krafa en dótturfélagið á Mön er líkt og móðurfélögin í slitameðferð en deilan snerist um að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, skrifaði í september 2007 undir ábyrgðaryfirlýsingu þar sem bankinn ábyrgðist lögmætar skuldbindingar dótturfélagsins á Mön sem eignir þess dygðu ekki til þess að greiða.

Morgunblaðið greinir frá því að slitastjórn bankans á Mön hafi, með vísan til þessarar ábyrgðaryfirlýsingar, gert kröfu um að Kaupþing dekki  útistandandi skuldir félagsins enda duga eignir ekki til þess.