Hlutabréf lækkuðu í viðskiptum í evrópskum og bandarískum kauphöllum í dag, þrátt fyrir stýrivaxtalækkun evrópska seðlabankans um 0,25 prósentur. Seðlabankinn er mótfallinn því að ráðast í frekari kaup á ríkisskuldabréfum evruríkja, að því er Wall Street Journal greinir frá. Fyrstu fréttir frá fundi ráðamanna Evrópusambandsríkja hafa ekki laggst vel í fjárfesta.

Dow Jones vísitalan lækkað um 1,6% á Wall Street í dag. Lækkunin var mest undir lok dags. Standard & Poor´s vísitalan féll enn meira, eða um 2,1% og lækkun á Nasdaq vísitölunni nam 2%.