Hagnaður Apple á 2. ársfjórðungi var betri en spáð hafði verið. Er það fyrst og fremst vegna mikillar eftirspurnar eftir Macintosh tölvum og iPodum.

Apple hagnaðist um 1,07 milljarða Bandaríkjadala á fjórðungnum, en hagnaður fyrirtækisins var 818 milljónir á sama tímabili fyrir ári síðan. Er því um 31% aukningu að ræða.

Sala Macintosh tölva jókst um 41% milli ára á meðan sala iPoda jókst um 12% milli ára.

Þrátt fyrir góða afkomu spáir Apple lakari afkomu á komandi fjórðungum, samkvæmt frétt BBC.