Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag staðfest óbreyttar lánshæfimatseinkunir Landsbankans, segir í tilkynningu.


Lánshæfimatseinkun fyrir langtímaskuldbindingar er A, skammtímaeinkun er F1, Stuðningur 2 og fjárhagslegur styrkur er B/C. Horfur lánshæfimatsins eru stöðugar.

Fitch segir ákvörðunina endurspegla sterka stöðu á innanlandsmarkaði og aukna tekjudreifingu, meðal annars af starfsemi erlendis.

Einnig bendir matsfyrirtækið á að dregið hafi úr vægi hagnaðar af hlutabréfastöðum, sem getur verið óáreiðanlegur, og vísar til sölu á hlut bankans í Straumi-Burðarási, sem var stærsta einstaka hlutabréfaeign bankans.