Andri Árnason hrl. verður verjandi Geirs H. Haarde frammi fyrir Landsdómi. Þetta upplýsti Geir í viðtali við Stöð 2 nú rétt í þessu.

Alþingi samþykkti sem kunnugt er í dag að ákæra Geir fyrir vanrækslu í starfi. Hann mun svara til saka fyrir Landsdómi með Andra Árnasyni sér við hlið.

Geir sagði enn fremur í viðtali að hann væri ósáttur við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, sem væri nú foringi "ofstækisafla" sem hefðu undirtökin í þinginu. Sagði hann dapurlegt að Steingrímur, maðurinn sem hefði reynt að "draga hann upp í sumarbústað tengdaforeldra sinna" vorið 2007 til mynda ríkisstjórn, hefði staðið að verki með þeim hætti sem raunin varð. Að styðja ákæru á hendur ráðherrum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.