Frá og með deginum í dag hækka verð­tryggðir fastir í­búða­lána­vextir hækka um 0,50 prósentu­stig og verða 4,24%.

Þetta kemur fram í til­kynningu á vef bankans.

Frá og með föstu­deginum verða síðan gerðar eftir­farandi breytingar á inn­lánum bankans.

  • Vextir veltu­reikninga lækka um allt að 0,85 prósentu­stig
  • Vextir ó­verð­tryggðra spari­reikninga lækka um allt að 0,10 prósentu­stig
  • Vextir gjald­eyris­reikninga lækka um allt að 0,10 prósentu­stig.

Í til­kynningu bankans segir að vaxta­breytingar út­lána taki mið af fjár­mögnunar­kostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m. a. út­lána­á­hættu.

„Fjár­mögnunar­kostnaður bankans fylgir að hluta til stýri­vöxtum Seðla­bankans en einnig hafa aðrar fjár­mögnunar­leiðir um­tals­verð á­hrif, svo sem inn­lán við­skipta­vina, markaðs­fjár­mögnun, er­lend skulda­bréfa­út­gáfa og eigin­fjár­gerningar.”

Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neyt­enda­lán eða lög um fast­eigna­lán til neyt­enda taka gildi í sam­ræmi við skil­mála lánanna og til­kynningar um vaxta­breytingar.