„Ef ég nær kjöri á þing þá mun ég ræða það við mína lögmenn hvort ég verði vanhæfur í félaginu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Aðalfundur er hjá samtökunum í dag. Sjö eða átta eru í framboði um fimm stjórnarsæti. Vafamál er um kjörgengi eins frambjóðanda, að sögn Vilhjálms. Enginn er í framboði til formanns en stjórnin skiptir með sér verkum.

Sjálfur situr Vilhjálmur í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum (SV-kjördæmi). Hann segir þingsæti ekki fast í hendi en mun meta það þegar upp verður staðið hvort þingseta brjóti í bága við tilgang samtakanna að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og öðrum.

„Ég spyr mig þessara spurninga líka. En ég er ekki orðinn vanhæfur enn.