Rekstrar­hagnaður Hörpu tón­listar- og ráð­stefnu­húsi ohf. Í fyrra nam 197,6 milljónum króna fyrir af­skriftir og fjár­magns­liði sem er um 44% betri af­koma en árið á undan.

Bók­fært tap nam þó 65,5 milljónum króna. Í árs­upp­gjöri segir að rekstrar­niður­staðan hafi verið um­tals­vert betri en á­ætlun gerði ráð fyrir.

Gróska í við­burðar­haldi og stöðug­leiki í rekstri ein­kenndu starf­semina en haldnir voru tæp­lega 1400 við­burðir í Hörpu á síðasta ári og er það um 10% vöxtur á milli ára.

Rekstrar­tekjur sam­stæðunnar jukust um 4,4% á milli ára og námu tæp­lega 1,7 milljörðum króna. Rekstrar­fram­lög eig­enda, ís­lenska ríkisins og Reykja­víkur­borgar lækkuðu um 16,8% á milli ára eða 127,6 milljónir.

Heildar­tekjur með fram­lögum eig­enda námu því um 2,3 milljörðum Rekstrar­gjöld hækkuðu um 5,5% og segir í að upp­gjöri að það verði að teljast við­unandi árangur í ljósi verð­bólgu.

Heim­sóknir voru 1,2 milljónir á árinu sem gerir Hörpu einn vin­sælasti á­fanga­stað ferða­manna í Reykja­vík.

Heildar­velta miða­sölu vegna við­burða ársins 2023 í Hörpu nam um 1.256 m.kr. og þegar veltan í veitinga­þjónustu og verslun í Hörpu er einnig talin fer nærri að innan­húss­hag­kerfið losi um 5 milljarða.

Heim­sóknir voru 1,2 milljónir á árinu sem gerir Hörpu einn vin­sælasti á­fanga­stað ferða­manna í Reykja­vík.

Heildar­velta miða­sölu vegna við­burða ársins 2023 í Hörpu nam um 1.256 m.kr. og þegar veltan í veitinga­þjónustu og verslun í Hörpu er einnig talin fer nærri að innan­húss­hag­kerfið losi um 5 milljarða.

„Starf­semin í Hörpu er fjöl­breytt og skyldurnar margar. Stóru verk­efnin og okkar helsta á­hersla er sam­fé­lags­leg verð­mæta­sköpun þó að auð­vitað ætlum við alltaf að standa fyrir á­byrgð í rekstri. Á síðasta rekstrar­ári náði öflugur hópur í Hörpu frá­bærum árangri á báðum sviðum, við­burðir hússins tala sínu máli og rekstrar­niður­staðan er í raun eins góð og hún getur orðið miðað við þá rekstrar­um­gjörð sem húsinu er búin. Allt hvílir þetta á því að við eigum stór­huga og metnaðar­fullt stjórn­mála­fólk sem hefur hug­rekki til að standa með menningu og upp­byggingu á þessu sviði, líka á erfiðum tímum. Við það búum við enda er sam­talið við eig­endur traust og gott,“ segir Ingi­björg Ösp Stefáns­dóttir, endur­kjörin for­maður stjórnar Hörpu.

„Rauður þráður í starf­semi Hörpu er að fara vel með auð­lindir og um­hverfi og rækja okkar menningar­lega hlut­verk af heilindum. Það er á­nægju­legt að gefa út annað árið í röð árs- og sjálf­bærni­skýrslu Hörpu sem endur­speglar ríka á­herslu fé­lagsins á sam­fé­lags­á­byrgð og sköpun verð­mæta fyrir eig­endur okkar sem eru allir lands­menn. Mark­mið okkar er að húsið sé fram­úr­skarandi vett­vangur fyrir fjöl­breytta við­burði sem njóta kosta Hörpu sem heims­svið og heima­völlur. Meðal fjöl­margra við­burða síðasta árs sem teljast til sér­stakra tíðinda má nefna tón­leika fiðlu­stjörnunnar Anne-Sophie Mutter og The Mutter Virtu­osi á vegum Hörpu­strengja og leið­toga­fund Evrópu­ráðsins sem hvor um sig undir­strikaði mikil­vægi húss eins og Hörpu fyrir menningar­líf og virka þátt­töku Ís­lands í sam­fé­lagi þjóðanna,“ segir Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir for­stjóri Hörpu.