Ford Motor Co. er í heild mest áreiðanlegi bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri neytendakönnun. Hafa stöðugt bætt gæðamál nú gert Ford jafnhæft japönskum keppinautum sínum. Að hluta skýrist þetta þó af vandræðum Toyota með gæðamál á Lexus GS.

Ford hefur samkvæmt könnuninni sem gerð var fyrir samtök bílablaða (Automotive Press Association) tryggt stöðu sína sem eini framleiðandinn í Detroit sem hægt er að skilgreina í hæsta áreiðanleikaflokk á heimsklassa.

Í könnuninni var byggt á upplýsingum frá 1,4 milljónum lesenda bílablaða um áreiðanleika bíla af árgerðum 2000 til 2009. Af 48 bílgerðum sem skoruðu hæst í könnuninni voru 36 framleiddar í Asíu. Þar var Toyota með 18 bíla, Honda með 8, Nissan með 4 og Hyundai, Kia og Subaru með 3 bíl hvert fyrirtæki.

Þar kemur einnig fram að General Motors og Chrysler eigi enn nokkuð í land til að standast gæðasamanburð við Ford og japönsku keppinautana. Toyota og Honda tróna enn á toppnum varðandi langtíma áreiðanleika. Af einstökum gerðum kom Honda Insight best út, en Volkswagen Toureg kom verst út af 48 bestu bílgerðunum í könnuninni samkvæmt frétta á vefsíðu The Detroit News.