Hlutabréf í bönkum hækkuðu um 7% í gær á Wall Street. Þau lækkuðu hins vegar um 11% á mánudag.

Bank of America, sem er stærsti banki Bandaríkjanna, hafði hækkað mest þegar markaði lokuðu í kauphöllinni í New York í gærkvöldi. Nam hækkunin 16,74%

Þessi mikla hækkun bætti þó ekki fyrir verðfallið á mánudaginn, þegar bankinn lækkaði um 20,32%.