Harvard Business School í Bandaríkjunum er efstur á lista breska viðskiptablaðsins Financial Times yfir besta MBA-námið á heimsvísu. Listinn var birtur í gær og er þetta fyrsta skiptið frá því listinn var tekinn fyrst saman fyrir átta árum sem Harvard Business School er í efsta sæti. Stanford-háskólinn í Bandaríkjunum var áður í toppsætinu. Hann vermir nú annað sætið. IESE-viðskiptaháskólinn á Spáni sem margir Íslendingar hafa sótt námi í hækkar um eitt sæti á milli ára og býður hann nú upp á sjöunda besta MBA-nám í heimi, að mati Financial Times. Íslensku háskólarnir komast ekki á blað hjá Financial Times.

Á lista Financial Times eru 10 háskólar og viðskiptaháskólar. Þar af er 51 skólanna í Bandaríkjunum. Þá eru sex háskólar í Bandaríkjunum á meðal 10 bestu skólanna. Þar af eru þrír þar í landi í efstu sætunum.

Listi Financial Times