Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta segir í fréttatilkynningu frá forseta Íslands sem má sjá hér:

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa tjáð forseta Íslands að samkomulag hafi náðst um að kannaður verði möguleiki á samstarfi þessara flokka í ríkisstjórn.

Fari svo að sátt náist um þá niðurstöðu verður í beinu framhaldi leitað viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um aðild að þeirri stjórn. Forseti fylgist náið með þróun þessara viðræðna og væntir þess að komist verði að niðustöðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar innan skamms.