*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 26. september 2019 16:29

Brim hefur endurkaup

Brim hefur endurkaup hlutabréfa og hyggst kaupa eigin bréf fyrir allt að 1,9 milljarðar króna.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Brims hefur samþykkt að setja af stað endurkaupaáætlun um kaup á eigin bréfum. Kaupa á að að hámarki 50.000.000 hluti, eða um 2,7% af útgefnum hlutum, á kaupverði, en þó ekki meira en fyrir 1,9 milljarða króna.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að endurkaupaáætlunin sé á grundvelli heimildar sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 29. mars 2019 tekið. Markmiðið í þeim tilgangi að standa við mögulegar skuldbindingar sem leiða af skuldatengdum fjármálagerningum sem eru skiptanlegir í hlutabréf.      

Þó er sá fyrirvari á hámarkskaupum að Brim ásamt dótturfélögum má einungis eiga mest 10% hlutafjár í félaginu. Gert er ráð fyrir að endurkaup samkvæmt áætluninni hefjist þriðjudaginn 1. október 2019 og mun áætlunin vera í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Verð fyrir hvern hlut skal ekki vera hærra en hæsta gengi af eftirfarandi; lokagengi síðasta viðskiptadags, síðustu óháðu viðskipta eða í hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 2.670.053 hlutir sem var fjórðungur af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í ágúst 2019. Endurkaupaáætlun verður framkvæmd af Íslandsbanka.