Danski fjárfestirinn Steen Gude var dæmdur fyrir fjársvik í undirrétti  í Lyngby dag. Þetta kemur fram á vef Börsen.

Gude var sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér hundruði milljóna danskra króna, milljarða króna, úr fasteignafélaginu Stone Invest. Upp komst um fjársvikin við gjaldþrot félagsins.

Auk sex ára fangelsisdóms þarf Gude að greiða um 19 milljónir danskra króna, um 400 milljónir króna, í sekt. Dómnum hefur verið áfrýjað.

Alls hafa stjórnendur félagsins verið dæmdir í 17 ára fangelsi. Auk Steen Gude var bróðir hans, Sören Gude dæmdur í 3 ára fangelsi, stjórnarformaðurinn Rolf Ussing í 4 ára fangelsi og framkvæmdastjórinn Lars Geister í 4 ára fangelsi.