Ríkisstjórn Danmerkur hefur hækkað hagspá sína fyrir efnahagshorfur árið 2015 í ljósi þess að neytendur finna fyrir meira öryggi. Landsframleiðsla mun aukast um 2 prósent árið 2015 í stað 1,9 prósent eins og spáð var fyrir í desember. Auk þess mun einkaneysla aukast um 2 prósent í stað 1,6 prósents eins og áður var spáð fyrir um.

Hagkerfið virðist vera að taka við sér aftur eftir 2008 húsnæðiskreppuna og mældist tiltrú neytenda með besta móti, það hefur ekki verið hærra síðan árið 2007.