Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, tapaði 6,6 milljónum dala, jafnvirði rúmra 750 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra var tapið 10 milljónum meira en nú.

Í uppgjöri fyrirtækisins kemur fram að tekjur hafi numið 345,6 milljónum dala á fjórðungnum samanborið við 279,2 milljónir á sama tíma í fyrra.

Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 42,4 milljónum dala. Tekjur námu einum milljarði dala á sama tíma samanborið við 852,4 milljónir í fyrra.

Haft er eftir Logan W. Kuger, forstjóra Century Aluminum, að sviptingar og óvissa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi sett mark sitt á afkomu fyrirtækisins síðastliðna tvo mánuði.