Icelandair tilkynnti í byrjun febrúar að félagið hygðist fresta ákvörðun um arftaka hinna eldri Boeing 757 véla fram til ársins 2026 sem eru ekki jafn sparneytnar og nýrri vélar.

Síðan þá hefur eldsneytisverð hækkað töluvert. Tonn af flugvélaeldsneyti kostar nú um 1.100 dollara en áætlanir Icelandair um rekstrarhagnað á árinu miðuðu við að verðið væri í um 800 dollurum.

Sjá einnig: Flugfélög í þröngri stöðu

Icelandair verður með þrettán Boeing 757 flugfélar í flugflota sínum í sumar, þrjár Boeing 767 flugvélar en fjórtán nýjar Boeing MAX 8 og MAX 9 flugvélar.

Egill Almar Ágústsson, sérfræðingur í málefnum flugfélaga, segir að hærra eldsneytisverð gæti breytt mati stjórnenda Icelandair á samsetningu flugflotans. „Að taka enga ákvörðun um hvernig eigi að skipta út Boeing 757 vélum Icelandair er dýrkeyptari en stjórnendur héldu þegar hún var tekin.“

Sjá einnig: Darwin hleypt aftur í háloftin

Egill segir Icelandair og Play séu viðkvæmari fyrir hækkun olíuverðs en margir keppinautar þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .