Tekjur Emblu Medi­cal (áður Össur hf.) á fyrsta árs­fjórðungi 2024 námu 200 milljónum Banda­ríkja­dala eða um 27,4 milljörðum ís­lenskra króna, sem sam­svarar 10% vexti og 7% innri vexti.

Hagnaður stoð­tækja­fram­leiðandans á fyrsta árs­fjórðungi nam 8 milljónum Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 1,1 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt upp­gjöri fé­lagsins var um 10% innri vöxtur í sölu á stoð­tækjum, 1% á spelkum og stuðnings­vörum, og 6% í þjónustu við sjúk­linga á tíma­bilinu.

Rekstrar­hagnaður fyrir af­skriftir og ein­skiptis­liði nam 33 milljónum Banda­ríkja­dala (4,6 milljörðum ís­lenskra króna) eða 17% af veltu á fyrsta árs­fjórðungi.

Sam­kvæmt upp­gjörunum er fjár­hags­á­ætlun fé­lagsins fyrir árið 2024 ó­breytt og er enn stefnt á 5-8% innri vöxt og 19-20% EBITDA fram­legð að teknu til­liti til ein­skiptis­liða á árinu.

Kaup fé­lagsins á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun árs en fé­lagið á­kvað um miðjan mars að stofna móður­fé­lagið Embla Medi­cal hf. sem heldur utan um vöru­merkin Össur, College Park og FIOR & GENTZ, á­samt fjölda þjónustu­stöðva víðs vegar um heiminn.

Í upp­gjörinu er greint frá því að þann 18. janúar 2024 gæfu Medi­care (sjúkra­tryggingar ríkisins í Banda­ríkjunum) út til­lögu að kerfis­breytingum sem munu koma til með að auka veru­lega að­gengi að há­gæða stoð­tækjum. Endan­leg út­færsla og tíma­setning liggur þó ekki fyrir að svo stöddu.

„Á fyrsta árs­fjórðungi námu tekjur 200 milljónum Banda­ríkja­dala (27,4 milljörðum ís­lenskra króna) sem sam­svarar 10% vexti, þar af 7% innri vexti. Sölu­vöxtur var góður í sölu á stoð­tækjum og þjónustu við sjúk­linga, sér í lagi í Evrópu. Gengi FIOR & GENTZ, þýska stoð­tækja­fyrir­tækisins sem við festum kaup á í upp­hafi árs, er í takt við væntingar og vinnum við hörðum höndum að því að nýta inn­viði okkar til að upp­skera sam­legðar­á­hrif á sölu­hliðinni. Þetta er fyrsta árs­fjórðungs­upp­gjörið undir heiti nýja móður­fé­lagsins Embla Medi­cal en vöru­merkin Össur, College Park og FIOR & GENTZ, á­samt fjölda þjónustu­stöðva víðs vegar um heiminn, til­heyra nú Emblu Medi­cal,“ segir Sveinn Sölva­son for­stjóri.