Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðal­fund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móður­fé­lag fé­lagsins taki upp nafnið Embla Medi­cal hf.

Sam­kvæmt til­kynningu frá fyrir­tækinu er mark­miðið með þessum breytingum er að styðja við stefnu og vöxt fé­lagsins.

„Á síðustu árum hefur fé­lagið haslað sér völl á fleiri sviðum heil­brigðis­tækninnar. Sér­staðan er sem fyrr vörur og þjónusta við ein­stak­linga sem glíma við varan­lega tak­mörkun á hreyfan­leika. Fyrir­tækja­kaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starf­rækir fé­lagið nú nokkur vöru­merki, sem öll hafa mis­munandi hlut­verk. Sam­þykki aðal­fundurinn breytinguna munu vöru­merkin Össur, For­Motion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medi­cal, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs,“ segir í til­kynningu.

Að mati stjórnarinnar verði fé­lagið betur í stakk búið til að halda á­fram sókn sinni á stærri markaði með breyttu skipu­lagi. Starf­semi Össurar verður ó­breytt með þróun, fram­leiðslu og sölu á stoð- og stuðnings­tækjum.

„Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem upp­runi fé­lagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móður­fé­lagsins Emblu Medi­cal verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrir­tækisins sem hófst með upp­finningu stoð­tækja­fræðingsins Össurar Kristins­sonar fyrir 53 árum.“

Höfuð­stöðvar Emblu Medi­cal verða á­fram á Ís­landi. Heildar­fjöldi starfs­fólks á heims­vísu er um 4.000, þar af um 700 á Ís­landi. Fé­lagið verður á­fram skráð í kaup­höllinni í Kaup­manna­höfn undir merkjum Emblu Medi­cal.

„Þetta er stór á­fangi í sögu Össurar. Breytingarnar eru til marks um að fyrir­tækið sé að stækka og þróast. Embla Medi­cal er al­þjóð­legt heil­brigðis­tækni­fyrir­tæki sem þróar og fram­leiðir fjöl­breyttar vörur sem eiga það allar sam­eigin­legt að bæta hreyfan­leika fólks og auka lífs­gæði. Auk þess vinnum við beint með sjúk­lingum og not­endum víða um heim. Mark­miðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án tak­markana. Á því byggir öll okkar starf­semi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipu­lag saman við stefnu,“ segir Sveinn Sölva­son for­stjóri.