Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 1,6% í morgun, en helst var það námugraftarfyrirtæki sem hækkuðu í verði. Framvirkir samningar hafa þá einnig hækkað í Bandaríkjunum, en S&P vísitalan bendir til 0,5% hækkunar.

Hráolíuverð eru í brennidepli meðan meginframleiðendur vörunnar eiga í viðræðum um hvort takmarka eigi framleiðslu á hráolíu til þess að minnka framboð og þar með stemma stigu við verðhruninu sem hefur nú staðið yfir lengi.

Verð á Brent-hráolíu hefur hækkað um nánast 3% núna, og West Texas-hráolía um tæp 2%. Í dag verður fundur haldinn í Tehran milli olíuráðherra Íran, Venesúela og Katar.

Markaðir í Asíu voru blandaðir í morgun eftir lokun. Gengi samsettu Sjanghaí-vísitölunnar hækkaði um 1,1% í dag meðan hlutabréfavísitölur í Japan lækkuðu um 1,4% í kjölfar styrkingar japanska gjaldmiðilsins, Yen.