Sveitarfélög og fyrirtæki sem hafa minna en 20% af tekjum sínum í erlendri mynt hafa tekið lán fyrir meira en 300 milljarða króna á liðnum árum, að því er Morgunblaðið greinir frá í dag. Segir í frétt blaðsins að þetta skapi töluverða endurfjármögnunaráhættu.

Mestu munar um skuldabyrði Orkuveitu Reykjavíkur. Erlendar skuldir OR nema um 200 milljörðum króna. Heildarskuldir annarra opinberra fyrirtækja í erlendum lánum er um 26 milljarðar króna, sveitarfélaga 35 milljarðar og fasteignafélagið Reitir skuldar 17 milljarða króna í erlendri mynt.